Vegtenging um utanverðan Hvalfjörð
Mánudaginn 18. mars 1991


     Frsm. fjvn. (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Fjvn. Alþingis hefur haft þetta mál hjá sér til skoðunar, en það er þess efnis að Alþingi staðfesti samning, sem gerður hefur verið á milli samgrn. og hlutafélagsins Spalar, um vegtengingu um utanverðan Hvalfjörð. Umræddur samningur er birtur sem fylgiskjal með tillögu um staðfestingu Alþingis á samningnum þannig að það er ástæðulaust að fara út í efnisatriði samningsins. Þau liggja fyrir og hafa legið fyrir hv. Alþingi allt frá því að þingskjalið var lagt fram.
    Fjvn. hefur skoðað þetta mál og m.a. rætt það við starfsmenn Vegagerðar ríkisins og niðurstaða nefndarinnar er sú að hún leggur einróma til að Alþingi samþykki þessa þáltill. og staðfesti samninginn.