Frv. um fæðingarorlofsgreiðslur
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Eiður Guðnason :
    Herra forseti. Vegna þess sem hér var sagt áðan vil ég aðeins taka undir og staðfesta það að samvinnan við stjórnarandstöðuna þessa annadaga í lokalotu þingstarfanna hefur verið til fyrirmyndar og með miklum ágætum. Ég vil bara staðfesta það og að það komi skýrt fram.
    Ég tek undir þá eðlilegu ósk sem hér hefur komið fram að þetta mál fái nú umfjöllun í nefnd. Mér finnst það í senn sjálfsögð, réttmæt og eðlileg krafa.