Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna orða hv. 6. þm. Norðurl. e. vill forseti taka fram að þessi kosning hefur verið á dagskrá í margar vikur. Forseti getur ekki látið þessa kosningu fara fram fyrr en þingflokkarnir eru tilbúnir að tilnefna þá sem kjósa skal. Ég vísa því þess vegna algjörlega á bug að forseti hafi staðið í vegi fyrir því að þetta mál kæmi á dagskrá.