Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Málmfríður Sigurðardóttir :
    Virðulegi forseti. Hæstv. forseta varð það áðan að orði að ég hefði talað um að hér hefði verið framið stjórnarskrárbrot. Það vil ég bera af mér. Ég minntist ekki á það. Hins vegar finnst mér það nokkuð kynlegt þegar það virðist hafa verið vilji Alþingis um skeið að þessar kosningar færu fram. Þær eru búnar að vera öðru hverju á dagskrá síðan 4. mars og enn í dag. Ég held að allir þingflokksformennirnir hafi lýst því yfir að þeim væri ekkert að vanbúnaði að tilnefna menn í þessar nefndir og ráð og þá spyr ég: Hvað er það sem veldur því að ekki er hægt að kjósa?