Ferill 38. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 38 . mál.


Sþ.

327. Nefndarálit



um till. til þál. um athugun á lágmarksframfærslukostnaði í landinu.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á sinn fund Hallgrím Snorrason hagstofustjóra. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Þjóðhagsstofnun, Hagstofu Íslands og kjararannsóknarnefnd. Í umsögn Þjóðhagsstofnunar og Hagstofunnar kemur fram að þessar stofnanir telja ýmsa vankanta á að framkvæma þá athugun sem kveðið er á um í tillögunni.
    Nefndin flytur á sérstöku þingskjali tillögu um breytingu sem m.a. felur í sér að í stað þess að fela Hagstofunni að gera umrædda athugun verði skipuð nefnd til að vinna að málinu og leiti hún aðstoðar sérfróðra aðila, m.a. Hagstofu Íslands. Þá telur nefndin ekki ástæðu til að tiltaka í einstökum atriðum þá þætti sem athugunin skuli beinast að heldur hafi sú nefnd, sem ríkisstjórninni er ætlað að skipa, svigrúm til að setja þann ramma sem hún telur eðlilegan vegna athugunar á lágmarksframfærslukostnaði.

Alþingi, 14. des. 1990.



Hjörleifur Guttormsson,


form., frsm.

Rannveig Guðmundsdóttir,


fundaskr.

Birgir Ísl. Gunnarsson.


Kristinn Pétursson.

Alexander Stefánsson.

Ásgeir Hannes Eiríksson.


Anna Ólafsdóttir Björnsson.