Ferill 34. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 34 . mál.


Ed.

380. Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir vegna kjarasamninga.

Frá minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Frumvarp þetta felur í sér að virðisaukaskattur af bókum falli niður 1. sept. í stað 16. nóv. Sjálfstæðismenn fluttu breytingartillögu þessa efnis á síðasta þingi en hún var felld. Það orkar tvímælis að heimilt sé að gefa út bráðabirgðalög sama efnis þó svo að sömu menn standi að útgáfu bráðabirgðalaga og felldu tillöguna á síðasta þingi.
    Önnur grein frumvarpsins felur í sér að virðisaukaskattur verði endurgreiddur af vinnu við viðhald og endurbætur íbúðarhúsa. Sú breyting er einnig í samræmi við tillögur Sjálfstæðisflokksins á síðasta þingi.
    Minni hl. styður efnisatriði frumvarpsins eins og á síðasta þingi.

Alþingi, 18. des. 1990.



Halldór Blöndal,


frsm.

Ey. Kon. Jónsson.