Ferill 185. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 185 . mál.


Nd.

396. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    Á eftir 2. mgr. 24. gr. laganna bætist við ný málsgrein og breytist röð annarra málsgreina til samræmis. Málsgreinin orðast svo:
    Ráðherra skipar sjö manna samstarfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík, Borgarspítala, St. Jósefsspítala og Ríkisspítala. Í ráðinu eiga sæti formenn stjórna Borgarspítala, St. Jósefsspítala og Ríkisspítala og fjórir fulltrúar skipaðir af þeim ráðherra sem gegnir embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hverju sinni til jafnlengdar starfstíma ráðherra. Skal einn þeirra tilnefndur af stjórnarnefnd Ríkisspítala, einn af borgarstjórn Reykjavíkur, en tveir án tilnefningar. Ráðið kýs sér formann úr hópi fulltrúa sjúkrahúsanna til tveggja ára í senn. Hlutverk ráðsins er að gera tillögur um mótun framtíðarstefnu áðurnefndra sjúkrahúsa, flokkun þeirra og starfssvið, þróunar- og fjárfestingaráætlanir, og stuðla þannig að sem hagkvæmastri verkaskiptingu þessara sjúkrahúsa. Tillögur samstarfsráðsins skulu lagðar fyrir stjórnir fyrrgreindra sjúkrahúsa til umfjöllunar og skulu þær síðan senda ráðuneytinu tillögur sínar. Samstarfsráð skal fylgjast með að sjúkrahúsin starfi í samræmi við fjárveitingar til þeirra og þær áætlanir sem gerðar hafa verið og að gætt sé fyllstu hagkvæmni í rekstri þeirra. Samstarfsráðið skal taka við þeim verkefnum sem heilbrigðismálaráð Reykjavíkurlæknishéraðs hefur haft með höndum og snerta þessi sjúkrahús, sbr. 7. gr. Framkvæmdastjóri þess sjúkrahúss, þaðan sem formaður stjórnar kemur hverju sinni, annast framkvæmd mála fyrir ráðið.