Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 128 . mál.


Nd.

433. Nefndarálit



um frv. til l. um sérstakan skatt á verslunar og skrifstofuhúsnæði.

Frá minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Minni hl. nefndarinnar er andvígur frumvarpinu og leggur til að það verði fellt. Sá samdráttur, sem orðið hefur í verslun og byggingu verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, sem og á landsbyggðinni, sýnir ljóslega að ekki er grundvöllur fyrir því að viðhalda þessu gjaldi. Minni hl. minnir jafnframt á loforð ríkisstjórnarinnar um aðstoð við strjábýlisverslunina en ekkert þeirra loforða hefur verið efnt.

Alþingi, 20. des. 1990.



Matthías Bjarnason,


frsm.

Friðrik Sophusson.