Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 167 . mál.


Nd.

466. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 78 23. desember 1980, um jöfnunargjald, með áorðnum breytingum.

(Eftir 2. umr. í Nd., 21. des.)



1. gr.


     Í stað 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 51 29. maí 1989, um ráðstafanir vegna kjarasamninga, komi tveir nýir málsliðir er orðast svo:
     Greiða skal í ríkissjóð jöfnunargjald af öllum innfluttum vörum sem tollar hafa verið lækkaðir eða felldir niður af vegna aðildar Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og fríverslunarsamnings Íslands við Evrópubandalagið. Gjaldið skal vera 4% frá 1. janúar til 1. september 1991 og 3% frá 1. september til 31. desember 1991.

2. gr.


     Frá og með 1. janúar 1992 falla lög nr. 78/1980, um jöfnunargjald, með áorðnum breytingum, úr gildi.

3. gr.


     Lög þessi taka gildi 1. janúar 1991.