Ferill 94. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 94 . mál.


Sþ.

547. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Einarsdóttur um vaxtabætur og húsnæðisbætur.

     Hver er heildarfjárhæð vaxtabóta árið 1990?

    Samkvæmt frumálagningu opinberra gjalda, sem lá fyrir í lok júlí 1990, námu úrskurðaðar vaxtabætur 1.420 m.kr. Þessi tala hækkar alla jafna við kærumeðferð og endurúrskurði. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkisbókhaldi fyrir árið 1990 verður hún kringum 1.600 m.kr.

     Hve stór hluti fjárhæðarinnar fór til fólks með tekjur að meðaltali á mánuði:
         
    
     undir 70 þús. kr.,
         
    
     70 100 þús. kr.,
         
    
     100 150 þús. kr.,
         
    
     150 200 þús. kr.,
         
    
     yfir 200 þús. kr.?
          Hve margir 1) einhleypir, 2) einstæðir foreldrar og 3) hjón eru í hverjum hópi?


    Í meðfylgjandi töflu eru birtar upplýsingar um fjölda þeirra sem nutu vaxtabóta á árinu 1990 og greiðslur vaxtabóta eftir fjölskyldugerð. Miðað er við frumálagningartölur, þ.e. 1.420 m.kr.
    Eins og fram kemur í töflunni njóta tæplega 16 þús. aðilar vaxtabóta á árinu 1990 og standa þær greiðslur að jafnaði undir tæplega þriðjungi af frádráttarbærum vaxtagjöldum, eins og þau eru skilgreind í tekjuskattslögunum. Samkvæmt tölunum fá einhleypir um 32% vaxtagjalda endurgreidd, einstæðir foreldrar um 40% og hjónafólk um 30%. Einnig sýna tölurnar að greiðslur vaxtabóta eru hlutfallslega meiri hjá lágtekjuhópunum en þeim sem hærri hafa tekjurnar. Þannig fá aðilar með skattskyldar tekjur undir 100 þús. kr. á mánuði árið 1989 um og yfir 40% af frádráttarbærum vaxtagjöldum endurgreidd, en séu tekjurnar hærri en 200 þús. kr. á mánuði nemur þetta hlutfall nálægt 25%.


Tafla í Gutenberg

Greiðslur vaxtabóta á árinu 1990.
















     Hver er heildarfjárhæð húsnæðisbóta fyrir árið 1989 og hve margir fengu þær?

    Hér er gengið út frá því að átt sé við húsnæðisbætur sem greiddar voru út á árinu 1990. Þessar bætur voru um 650 m.kr. og þeirra njóta rúmlega 11 þús. einstaklingar. Í þeirri tölu eru hjón talin sem tveir einstaklingar.

     Hvað fá a) einhleypir, b) einstæðir foreldrar og c) hjón miklar vaxtabætur árið 1990 vegna hámarksláns hjá Húsnæðisstofnun ríkisins frá árinu 1984 með 3,5% vöxtum miðað við mismunandi tekjur og eignir?
          Hve háar vaxtabætur fengju þeir hinir sömu ef vextir á lánum þeirra hefðu verið 5%?


    Svar við þessari spurningu er ekki einhlítt, heldur ræðst það af skuldsetningu og vaxtabyrði þeirrar fjölskyldu sem í hlut á. Ákvörðun vaxtabóta ræðst af þremur þáttum, þ.e. vaxtagreiðslum, tekjum og eignum. Þannig er fjölskyldu ætlað að bera að lágmarki 6% af frádráttarbærum vaxtagreiðslum sínum, en eigi hún eignir umfram ákveðin mörk (2,5 m.kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, 4,2 m.kr. hjá hjónum) hækkar þetta hlutfall.
    Nýbyggingarlán, sem tekið var hjá Húsnæðisstofnun ríkisins árið 1984, var tæpar 1.900 þús. kr. að núvirði í ágúst 1990. Afborgun af því láni að meðtöldum verðbótum og vöxtum nam rúmlega 115 þús. kr., þar af voru vextir og verðbætur rúmar 100 þús. kr. Í eftirfarandi dæmi er gengið út frá því til einföldunar að þetta lán samsvari heildarskuldum viðkomandi fjölskyldna þó svo að upplýsingar úr skattframtölum sýni að vaxtabyrði vegna íbúðarkaupa sé umtalsvert hærri.

    Tafla í Gutenberg.


                                  
ÁRSTÖLUR














    Samkvæmt framangreindu dæmi er það aðeins fjölskylda A sem kemur til með að njóta vaxtabóta á þessu ári miðað við óbreytt vaxtastig á umræddu láni. Hækki vextir hins vegar úr 3,5% í 5% munu frádráttarbærar vaxtagreiðslur þessara fjölskyldna hækka um 25 þús. kr. á ári. Hækkunin yrði bætt upp að fullu í tilviki A með greiðslu vaxtabóta, en auk þess fengi fjölskylda B 17 þús. kr. af 25 þús. kr. vaxtahækkun endurgreidd í formi vaxtabóta.
    Rétt er að árétta það sem áður var sagt að skuldsetning/vaxtabyrði fjölskyldna ræður því alfarið hvort umrædd hækkun er bætt með hærri vaxtabótum. Væru vaxtagreiðslur fjölskyldna C og D í ofangreindu dæmi t.d. helmingi hærri, þ.e. 200 þús. kr. í stað 100 þús. kr., fengju þær einnig þessa vaxtahækkun bætta.