Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 310 . mál.


Sþ.

554. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um eftirlit með síbrotamönnum.

Frá Málmfríði Sigurðardóttur.



     Eru síbrotamenn og þeir sem gerst hafa sekir um sérlega alvarleg afbrot undir sérstöku eftirliti stjórnvalda þegar þeir hafa afplánað dóm?
     Ef svo er, hvernig er slíku eftirliti háttað og er þörfin á eftirliti byggð á mati sérfræðinga á því hverjar líkur séu til þess að afbrotamaður brjóti ekki af sér á ný?
     Ef svo er ekki, eru þá einhver áform um að taka upp slíkt eftirlit byggt á sérfræðilegu mati?