Ferill 139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 139 . mál.


Nd.

665. Breytingartillögur



við frv. til l. um listamannalaun.

Frá minni hl. menntamálanefndar (SigH).



     Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                   Almenn listamannalaun skulu veitt úr fjórum sjóðum:
         
    
     Launasjóði rithöfunda,
         
    
     Launasjóði myndlistarmanna,
         
    
     Tónskáldasjóði,
         
    
     Launasjóði leikhúslistafólks,
         
    
     Listasjóði.
                   Fjórir hinna fyrstnefndu sjóða eru sérgreindir sjóðir en Listasjóður er almennur sjóður í þágu allra listgreina. Allir sjóðirnir veita starfslaun, svo og náms- og ferðastyrki.
     Á eftir 9. gr. komi ný grein er orðist svo:
                   Launasjóður leikhúslistafólks veitir árlega starfslaun sem svara til 120 mánaðarlauna og bætast við sex mánaðarlaun á ári næstu fimm ár. Þriggja manna nefnd, sem menntamálaráðherra skipar árlega samkvæmt tillögum Félags íslenskra leikara, Félags leikstjóra á Íslandi og Leiklistarsambands Íslands, úthlutar fé úr launasjóði leikhúslistafólks. Ákvörðun úthlutunarnefndar er endanleg og verður ekki áfrýjað.
     Við 10. gr. sem verður 11. gr. Greinin orðist svo:
                   Listasjóður veitir starfslaun og styrki er svara til 120 mánaðarlauna og bætast við sex mánaðarlaun á ári næstu fimm ár. Listasjóður veitir einnig sérstök framlög til listamanna, m.a. til þeirra sem notið hafa listamannalauna undanfarin ár og náð hafa 60 ára aldri.
     Við 13. gr. sem verður 14. gr. Greinin orðist svo:
                   Menntamálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara að höfðu samráði við Rithöfundasamband Íslands, Samband íslenskra myndlistarmanna, Tónskáldafélag Íslands og Leiklistarsamband Íslands.