Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 386 . mál.


Sþ.

691. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um yfirdrátt ríkissjóðs í Seðlabanka.

Frá Kristni Péturssyni.



     Eftir hvaða reglum hyggst ríkisstjórnin nýta sér yfirdrátt í Seðlabankanum á árinu 1991 til þess að ná markmiðum þjóðarsáttar um varanlega hjöðnun verðbólgu?
     Hvaða reglur gilda um yfirdrátt ríkissjóðs í seðlabanka viðkomandi þjóðar á Norðurlöndum, í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum? Er slíkur yfirdráttur háður einhverjum takmörkunum?


Skriflegt svar óskast.