Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 174 . mál.


Nd.

710. Breytingartillögur



við frv. til l. um grunnskóla.

Frá meiri hl. menntamálanefndar (RA, ÁrnG, GGÞ, ÓÞÞ).



     Við 4. gr. Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein svohljóðandi:
                   Í grunnskóla skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma.
     Við 12. gr. Í stað síðari málsgreinar komi tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
                   Fræðsluráð er samstarfsvettvangur sveitarfélaga í viðkomandi umdæmi.
                   Hlutverk fræðsluráðs er m.a. að vinna í samráði við fræðsluskrifstofu að eflingu skólastarfs í fræðsluumdæminu, stuðla að samvinnu og hagræðingu milli skóla, fjalla um sameiginleg verkefni og styðja starf skólanefnda. Fræðsluráð fer að öðru leyti með þau mál sem hlutaðeigandi sveitarstjórnir fela því eða ákveðin kunna að verða í reglugerðum settum samkvæmt lögum þessum.
     Við 13. gr. Greinin orðist svo:
                   Fræðsluráð skal skipað fimm eða sjö mönnum sem kjörnir eru af sveitarstjórnum eða samtökum sveitarfélaga í hlutaðeigandi fræðsluumdæmi. Jafnmargir skulu kjörnir til vara. Um kosningu og starfshætti fer eftir meginreglum sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986.
                   Fræðslustjóri, fulltrúi skólastjóra, kennara og foreldra í umdæminu skulu hafa málfrelsi og tillögurétt á fræðsluráðsfundum og eru boðaðir á þá á sama hátt og fræðsluráðsfulltrúar.
                   Fræðsluráð getur falið fræðslustjóra að annast framkvæmdastjórn fyrir ráðið.
                   Kostnaður vegna fulltrúa sveitarfélaga greiðist af viðkomandi sveitarfélögum eða samtökum þeirra. Kostnaður vegna fundarsetu fulltrúa kennara, skólastjóra og foreldra greiðist úr ríkissjóði.
                   Heimilt er að stofna í hverju fræðsluumdæmi sérstakt skólaráð sem er samstarfsvettvangur sveitarstjórna, skólamanna og foreldra um umbætur og þróun í skólum umdæmisins.
     Við 15. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
     Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Hann er forstöðumaður fræðsluskrifstofu og framkvæmdastjóri fræðsluráðs sé svo um samið.
         
    
     Á eftir orðinu „skólanefndir“ í fyrri málslið 2. mgr. bætist: og fræðsluráð.
     Við 24. gr. Greinin orðist svo:
                   Eigi tvö sveitarfélög eða fleiri félag með sér um byggingu og rekstur grunnskóla skal miða skiptingu kostnaðar við eftirtalin meginatriði nema um annað semjist:
         
    
     íbúafjölda,
         
    
     útsvarsskyldar tekjur í sveitarfélaginu næstliðið ár,
         
    
     fasteignamat skattskyldra fasteigna,
         
    
     kennslustundafjölda í þeim bekkjum sem aðild sveitarfélags miðast við.
                   Eigi einungis hluti sveitarfélags aðild að skólahverfi skal miða a c - liði við þann hluta.
     Við 25. gr. Eftirtaldar breytingar verða á greininni:
         
    
     Á eftir orðunum „aðstöðu til heilsugæslu“ í fyrri málsgrein bætist: í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu.
         
    
     Í stað orðsins „þeir“ í síðari málsgrein komi: þær.
     Við 26. gr. Við 2. mgr. bætist: og fulltrúar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hvað varðar aðstöðu til heilsugæslu.
     Við 71. gr. Greinin orðist svo:
                   Um heilsugæslu í grunnskólum fer eftir gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu. Yfirlæknir heilsugæslustöðvar skólahverfis skal hafa samráð við skólanefnd og skólastjóra um skipulagningu og fyrirkomulag heilsugæslu.
                   Skólastjóra ber að fylgjast með því að nemendur njóti heilsugæslu í skólanum í samræmi við þá tilhögun sem ákveðin hefur verið skv. 1. mgr.
     Síðari málsgrein 76. gr. orðist svo:
                   Menntamálaráðuneytið setur reglur um greiðslur vegna skiptingar bekkjardeilda, m.a. í verklegri kennslu og valgreinum í 8. 10. bekk, og um undanþágur sem veittar eru skv. 3. mgr. 75. gr.
     Við ákvæði til bráðabirgða. Á eftir 4. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
                   Ákvæði 4. gr. um málsverði á skólatíma komi til framkvæmda á næstu þremur árum frá gildistöku laga þessara.
                   Til viðbótar því sem kveðið er á um í 77. og 78. gr. skulu þeir grunnskólar, sem ríkið rekur fyrir fötluð börn (sérskólar), vera reknir á vegum þess þar til grunnskólar geta veitt fötluðum nemendum sambærilega eða betri þjónustu.
     Heiti XII. kafla frumvarpsins verði: Heilsugæsla.