Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 409 . mál.


Sþ.

736. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um dagskrárefni sjónvarps.

Frá Málmfríði Sigurðardóttur.



     Hversu mikill hluti dagskrárefnis sjónvarps er innlendur?
     Hvernig er áformað að ná því marki að innlent efni sjónvarpsins verði helmingur af því efni sem þar er flutt?
     Hvað hafa fréttaútsendingar frá Sky kostað hingað til? (Kostnaður óskast sundurliðaður í afnotarétt, mannahald og tækjakostnað.)
     Af hvaða þáttum rekstrarkostnaðar var þetta fé tekið?
     Hversu mikið greiddi Ríkisútvarpið í Menningarsjóð útvarpsstöðva á sl. ári?
     Hversu mikið fékk Ríkisútvarpið greitt úr sama sjóði á sl. ári?
     Hversu há fjárhæð er lögbundið framlag Ríkisútvarpsins til Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sl. ári?