Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 308 . mál.


Sþ.

813. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Friðriks Sophussonar um ávöxtun spariskírteina ríkissjóðs.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
    Hvaða ávöxtun bauð ríkissjóður og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa fyrir hans hönd í viðskiptum með spariskírteini í einstökum mánuðum ársins 1990 og í janúar 1991?
    Hver er þessi ávöxtun nú?


    Á síðastliðnu ári og það sem af er þessu ári bauð ríkissjóður og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa fyrir hans hönd eftirfarandi ávöxtun í einstökum mánuðum. Kjörin eru flokkuð niður eftir almennum kjörum, kjörum til áskrifenda, skiptikjörum við innlausn eldri spariskírteina, magnkjörum til stærstu kaupenda og loks er sýnt vegið meðaltal ávöxtunar allra seldra bréfa í hverjum mánuði. Innifalin í þessum tölum er ávöxtun miðuð við endanlegt uppgjör til allra stærri aðila eftir að samningar, sem gerðir voru á tímabilinu frá 19. júní til 31. júlí, höfðu verið uppfylltir. Til samanburðar er sýnd ávöxtun í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í sömu mánuðum. Fram kemur að meðalávöxtun spariskírteina í frumsölu var 6,78% árið 1990, en til samanburðar má nefna að meðalávöxtun 1989 var 6,74%.








TAFLA Í GUTENBERG