Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 421 . mál.


Ed.

832. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 9 2. mars 1989, um efnahagsaðgerðir.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Guðmund Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, Sigurð Þórðarson vararíkisendurskoðanda, Árna Snæbjörnsson endurskoðanda og Helga Bergs, formann Hlutafjársjóðs.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að orðalagsbreyting verði gerð í 1. gr. frumvarpsins til að taka af allan vafa um að hlutafjárdeild Byggðastofnunar tekur við skuldbindingum Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar. Þá leggur meiri hl. einnig til að breyting verði gerð á 5. málsl. 2. gr. þannig að tæmandi verði talið í hvaða tilvikum Byggðastofnun þarf að bera undir Ríkisábyrgðasjóð atriði varðandi lán atvinnutryggingardeildar. Er Byggðastofnun óheimilt að skuldbreyta, breyta lánum í víkjandi lán, hlutafé eða fella lánin niður án samþykkis Ríkisábyrgðasjóðs. Einnig er lagt til að í stað stjórnar Byggðastofnunar komi Byggðastofnun í þessum sama málslið 2. gr.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 7. mars 1991.



Guðmundur Ágústsson,


form., frsm.

Jóhann Einvarðsson,


fundaskr.

Eiður Guðnason.


Guðrún J. Halldórsdóttir.

Skúli Alexandersson.