Ferill 326. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 326 . mál.


Nd.

872. Nefndarálit



um frv. til l. um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Svein Ragnarsson, félagsmálastjóra Reykjavíkur, Braga Guðbrandsson, félagsmálastjóra Kópavogs, Þórð Skúlason, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Meginbreytingin felst í því að felldur er brott X. kafli frumvarpsins um málefni leikskóla. Ákvæði, sem snerta leikskóla, falla nú undir kaflann um málefni barna og ungmenna. Aðrar breytingar eru minni háttar lagfæringar á frumvarpinu.

Alþingi, 11. mars 1991.



Rannveig Guðmundsdóttir,


form., frsm.

Guðrún Helgadóttir,


fundaskr.

Anna Ólafsdóttir Björnsson.


Jón Kristjánsson.