Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 224 . mál.


Nd.

875. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 76/1989 og 70/1990.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar (RG, GHelg, JK, AÓB).



     Við 1. gr., j-lið (133. gr.). Greinin orðist svo:
                   Stjórn húsnæðissamvinnufélags getur, án samþykkis búsetufélags, veðsett íbúðir fyrir lánum úr Byggingarsjóði verkamanna sem tekin eru til byggingar á þeim.
                   Óheimilt er að veðsetja íbúðirnar fyrr en áhvílandi lán úr Byggingarsjóði verkamanna eru orðin lægri en 75% af uppfærðu verði þeirra, sbr. 87. gr.
                   Stjórn búsetufélags þarf að samþykkja veðsetningar vegna lána, sem tekin kunna að verða síðar, til endurbóta og viðhalds á fasteignum. Með reglugerð má takmarka þær veðsetningarheimildir.
     Við 1. gr., o-lið (138. gr.). Við síðari málslið bætist: samkvæmt reglum um tryggingar sem húsnæðismálastjórn setur, sbr. 2. mgr. 74. gr.
     Við 1. gr., p-lið (139. gr.). Í stað orðanna „með hliðsjón af 74. gr. þessara laga“ í 2. mgr. komi: sbr. 74. gr.
     Við 1. gr., q-lið (140. gr.). 2. mgr. orðist svo:
                   Lánshlutfall má nema allt að 90% af byggingarkostnaði eða kaupverði, þó aldrei hærra en 90% af þeim kostnaðargrundvelli fyrir lánveitingu sem húsnæðismálastjórn hefur samþykkt, sbr. 68. gr.
     Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, með síðari breytingum.