Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


113. löggjafarþing 1990–1991.
Nr. 19/113.

Þskj. 908  —  216. mál.


Þingsályktun

um stofnræktun kartöfluútsæðis.


    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að koma þegar af stað stofnræktun kartöfluútsæðis sem fullnægt geti þörfum allra kartöfluframleiðenda. Verkið verði unnið á grundvelli áætlunar sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur gert.

Samþykkt á Alþingi 12. mars 1991.