Ferill 139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 139 . mál.


Ed.

939. Nefndarálit



um frv. til l. um listamannalaun.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það Örlyg Geirsson, skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu, og Ólaf Darra Andrason, deildarsérfræðing í sama ráðuneyti. Þá bárust nefndinni kostnaðaráætlanir um frumvarpið frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun og menntamálaráðuneytinu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingin varðar gildistökuákvæði frumvarpsins og felur í sér að í stað þess að lögin öðlist gildi strax við samþykkt frumvarpsins þá skuli þau öðlast gildi 1. september 1991, nema fjárhagsákvæði þeirra sem taki gildi 1. janúar 1992.

Alþingi, 13. mars 1991.



Eiður Guðnason,


form., frsm.

Guðrún J. Halldórsdóttir,


fundaskr.

Jón Helgason.


Halldór Blöndal.

Skúli Alexandersson.

Salome Þorkelsdóttir.


Valgerður Sverrisdóttir.