Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 470 . mál.


Nd.

1052. Breytingartillögur



við frv. til l. um lyfjadreifingu.

Frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni.



     Við 2. gr. Greinin orðist svo:
          2.1.      Allir, sem hafa íslenskt verslunarleyfi, mega selja lyf.
     Við 3. gr. Greinin orðist svo:
          3.1.      Í hverri verslun, sem selur lyf, skal starfa maður sem hefur starfsleyfi skv. I. kafla laga um lyfjafræðinga, nr. 35/1978.
     Við 4. gr. Greinin orðist svo:
          4.1.      Verslanir, sem selja lyf, skulu ráða tímabundið stúdenta í lyfjafræði við Háskóla Íslands samkvæmt nánara samkomulagi við eiganda eða forstöðumann.
          4.2.      Ráðherra getur heimilað sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum að afhenda lyf, sbr. 11. gr. lyfjalaga.