Þingsköp Alþingis
Þriðjudaginn 28. maí 1991


     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Sú grein sem við greiðum hér atkvæði um skiptir miklu þar sem um er að ræða kjör forseta, varaforseta sem eiga að taka þátt í stjórn þingsins. Ég tel óeðlilegt að beitt sé hlutfallskosningu við kjör fjögurra varaforseta eins og gert er ráð fyrir að verði takist ekki samkomulag. Ég tel nauðsynlegt að um stjórn þingsins ríki sem víðtækust samstaða og þeir fjórir varaforsetar sem kjörnir eru raðist eftir stærð þingflokka. Ég vil ekki bera ábyrgð á afgreiðslu þessa máls með því að segja já. Ég greiði því ekki atkvæði.