Frestun á fundum Alþingis
Föstudaginn 31. maí 1991


     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Frú forseti. Ég fylgi hér úr hlaði till. til þál. um samþykki til frestunar á fundum Alþingis skv. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Ályktunartillagan hljóðar svo:
    ,,Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 31. maí 1991 og standi sú frestun til septemberloka nema kveðja þurfi það saman skv. 23. gr. stjórnarskrárinnar.``
    Ályktunartillaga þessi skýrir sig sjálf og er byggð á ákvæðum stjórnarskrár landsins eins og þeim hefur nýlega verið breytt.