Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1991. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
114. löggjafarþing. – 2 . mál.


Nd.

7. Breytingartillögurvið frv. til l. um þingsköp Alþingis.

Frá Inga Birni Albertssyni.     Við 51. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                   Nefndum er skylt að fjalla um breytingartillögur sem fluttar eru um mál sem til þeirra hefur verið vísað og fram koma áður en afgreiðslu málsins lýkur í nefndinni. Komi breytingartillögur fram síðar, en þó áður en 3. umr. um lagafrumvörp eða síðari umr. um þingsályktunartillögur fer fram, skal nefndin koma saman að nýju og fjalla um breytingartillögurnar.
     Við 57. gr. Í stað orðanna „þrjár klukkustundir“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: fjórar og hálfa klukkustund.