Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

70. fundur
Mánudaginn 20. janúar 1992, kl. 11:00:00 (2866)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um þingsköp) :
     Frú forseti. Ég minni hv. 1. þm. Norðurl. v. á það --- af því hann nefndi nú eftirlitsmennina --- að þeir komu fyrst fram í stjfrv. sem fyrirrennari minn, hv. þm. Steingrímur Hermannsson, flutti. Og ég er ekki í vafa um að þingflokksformaður Framsfl. hefur stutt formann sinn í þeim efnum.
    Varðandi feril minn sem borgarstjóra, þá hafði ég marga ágæta tilsjónarmenn, einn alveg sérstaklega sem fylgdist vel með framkvæmdum í Perlu og ráðhúsi, ágætur tilsjónarmaður sem ég met mikils og þykir vænt um, en þó auðvitað ekki eins vænt um og hv. þm. sem hefur ríkari skyldur til þess en ég.