Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 12:53:00 (2946)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Ég er hlynntur því að sett verði almenn lög um fjárgreiðslur úr ríkissjóði. Ég hef spurt núv. formann fjárln. hvort hann muni fylgja því máli eftir. Ég er aftur á móti andvígur því að í einstök lög verði sett inn ákvæði á þann hátt að þar beri að fara að fjárlögum en í öðrum lögum verði engin ákvæði um slíkt sem gæti þá leitt til þess skilnings að menn teldu að þar ætti ekki að fara að fjárlögum. Ég segi því nei.