Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 13:58:00 (2974)

     Svavar Gestsson :
     Virðulegi forseti. 7. jan. sendi ríkisstjórnin efh.- og viðskn. og síðan fagnefndum brtt. við frv. til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar var sérstaklega gert ráð fyrir því að skerða rétt örorku- og ellilífeyrisþega og í tillögunum var einnig gert ráð fyrir því að fella niður rétt þeirra til barnalífeyris. Þetta var tillaga hæstv. heilbr.- og trmrh., send frá heilbrrn. til forsrn. og forsrn. gerði þessa tillögu um niðurfellingu barnalífeyris öryrkja að sinni.
    Eftir ítarlegar umræður í heilbr.- og trn. tókst minni hlutanum þar að knýja meiri hlutann til þess að taka tillit til þess að hér væri bersýnilega um ósanngjarna tillögu að ræða af hálfu heilbr.- og trn. og ég bað um nafnakall, virðulegi forseti, til þess að geta vakið athygli á því að þarna bar þrátt fyrir allt starf minni hlutans árangur og það tókst að koma í veg fyrir þessa tillögu Sighvats Björgvinssonar, hæstv. heilbr.- og trmrh. Ég segi að sjálfsögðu já, virðulegi forseti.