Slippstöðin á Akureyri

75. fundur
Fimmtudaginn 06. febrúar 1992, kl. 11:01:00 (3282)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
     Virðulegur forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon spurði mig áðan hvort ég hefði kynnt mér fyrirheit fyrrv. ríkisstjórnar í þessu máli. Ég svaraði því að ég hefði gert það og í fjöldamörgum öðrum málum. Í svörum mínum við fyrirspurnum hv. þm. Valgerðar Sverrisdóttur vék ég ekki einu einasta orði að fyrrv. ríkisstjórn. Eftir að umræðum lauk hins vegar og ég hafði tvívegis talað án þess að víkja einu einasta orði að þeirri ríkisstjórn varðandi málið eða kennt henni um eitt eða neitt, stendur hv. 8. þm. Reykn.

upp. Og hvert var aðalefni hans í stólinn? Það var að segja að allt þetta mál væri Sjálfstfl. að kenna. Þetta eru þær efnislegu umræður sem hafa farið fram. Og ég segi og ég spyr og ég skora á hv. þm. sem tóku þátt í umræðunum á meðan þær voru hérna um fsp., bæði hv. þm. Steingrím J. Sigfússon og hv. þm. Valgerði Sverrisdóttur: Bar ég sakir á fyrrv. ríkisstjórn í þessum efnum? Bar ég sakir á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar? Bar ég sakir á hv. 8. þm. Reykn., sem þá var fjmrh.? Minntist ég í svari mínu einu orði á þá ríkisstjórn? Svo var aldeilis ekki. Þetta vil ég að komi fram áður en menn halda slíkum umræðum áfram.