Þorskeldi

95. fundur
Fimmtudaginn 05. mars 1992, kl. 11:22:00 (3988)


     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér fannst hv. 2. þm. Vestf. vera að ýja að því að ég hefði verið að gera lítið úr framlagi opinberra aðila til þróunarverkefnisins hjá Fiskeldi Eyjafjarðar. Mér er ekki ljóst hvað í orðum mínum mátti skilja á þann máta. Ég lagði áherslu á að það væri mikilvægt að atvinnufyrirtæki, hinn frjálsi markaður, legði fé til tilrauna og rannsóknastarfsemi og ég tók það fram að þarna hefði það gerst og það væri hluti af jákvæðri þróun. Ég álít enn að svo sé og vona að svo verði í ríkari mæli en hingað til.