Auglýsingakostnaður í dagblöðum og sjónvarpi

100. fundur
Fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 10:41:00 (4221)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það verður þingmönnum stjórnarliðsins lítið að gagni að reyna að grafa í þessar tölur. Upplýsingarnar sýna enn svart á hvítu, ef svo má orða, að dreifingin á tekjunum er í fullu samræmi við útbreiðslu þeirra fjölmiðla sem um er að ræða. Ég bendi t.d. á að á fyrstu síðunni kemur fram að auglýst er í Morgunblaðinu fyrir 5,9 millj. kr. sem er yfir 30% af heildarupphæðinni. Í DV er auglýst fyrir 4,1 millj. Við getum tekið Alþýðublaðið sérstaklega og reiknað út hverjar auglýsingatekjur þess eru á blaðsíðu. Þá munum við sjá að hvergi er meira auglýst á þeim mælikvarða en í Alþýðublaðinu. Ef við leggjum hins vegar fylgirit Alþýðublaðsins við, Pressuna, kemur í ljós að auglýst er þar fyrir 3 millj. sem er mun meira en í Þjóðviljanum.
    Virðulegur forseti, fyrstu fimm mánuði ársins 1991 er auglýst í Alþýðublaðinu og Pressunni fyrir 1.100 þús. sem er hærri upphæð en hjá Þjóðviljanum.