Símaþjónusta Tryggingastofnunar ríkisins

105. fundur
Fimmtudaginn 19. mars 1992, kl. 11:54:00 (4549)

     Fyrirspyrjandi (Þuríður Backman) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherra fyrir svör hans og sérstaklega góðar undirtektir við þetta mál. En starfsmenn umboðanna um land allt hafa í dag varla aðstöðu til þess að fylgjast með þeim breytingum sem eru gerðar á tryggingalöggjöfinni og sérstaklega þegar þær eru svona örar. Það þarf að upplýsa fólk um bótarétt sinn og til þess að bæta úr því þurfa umboðsmenn að fá fræðslu og námskeið reglulega. Á það má benda að tölvuvæðing stofnunarinnar er mjög til bóta, bæði við afgreiðslu og til að veita upplýsingar og styrkir umboðsmennina mjög. En mál eru oft þannig að það þarf að hafa beint samband við viðkomandi og ekki er nóg að það fari í gegnum umboðsmennina. Þó að ég sé ekki að kasta rýrð á umboðsmennina, þá verður fólk oft að hringja beint í stofnunina og hafa samband beint við ákveðna aðila.
    Ég vil að það komi fram líka, fyrir utan það sem hv. þm. Svavar Gestsson sagði hér áðan um sambandsleysi á milli heilbrrn. og Tryggingastofnunar, að ég veit að símalínur vantar inn í stofnunina. Símakerfið er sprungið burt séð frá þessari grænu línu og maður þarf oft að bíða mjög lengi til að komast á milli kerfa innan húss. Kannski er það

bara betra þegar maður býr úti á landi að ná alls ekki sambandi við stofnunina því á meðan telja ekki skrefin.
    Ég vil ítreka það sem ég sagði hér áður að ég þakka ráðherra fyrir góðar undirtektir.