Símaþjónusta Tryggingastofnunar ríkisins

105. fundur
Fimmtudaginn 19. mars 1992, kl. 12:05:00 (4556)

     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli forseta á því að ég óskaði eftir því áðan af tilefni sem ég taldi fullnægjandi að bera af mér sakir við fsp. fyrr í morgun en var synjað um það. Ég uni þeim úrskurði forseta og geri ekki athugasemdir við hann en ég er nokkuð undrandi á því að síðar á sama fundi skuli forseti leyfa öðrum þingmönnum að bera af sér sakir.