Viðskiptabankar

109. fundur
Miðvikudaginn 25. mars 1992, kl. 13:40:00 (4733)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Matthías Bjarnason) :
    Virðulegi forseti. Eins og fram kom við 2. umr. voru það einstakir nefndarmenn í efh.- og viðskn. sem lögðu til að þessu frv. um viðskiptabanka yrði vísað til nefndarinnar að nýju. Það var vegna bréfs sem kom frá Landsbanka Íslands eftir að nefndin hafði gengið frá afgreiðslu málsins til 2. umr. Tók nefndin málið fyrir í morgun og varð sammála um það að við 1. málsl. 4. efnismgr. 4. gr. bætist: eða sambærilegs eigin fjár ríkisviðskiptabanka.
    Þetta er gert vegna þeirrar umsagnar sem kom og beiðni frá Landsbanka Íslands varðandi víkjandi lán. Málsliðurinn er þá þannig: ,, . . .  endurgreiðslu hlutafjár eða sambærilegs eigin fjár ríkisviðskiptabanka.`` Samkvæmt þessu verður nefndin við ósk Landsbanka Íslands þar sem þetta rúmast innan þessa orðalags.
    Nefndin varð öll sammála um þessa tillögu og mælir þar af leiðandi með samþykkt hennar.