Rannsókn Kjörbréfs

114. fundur
Þriðjudaginn 31. mars 1992, kl. 13:35:00 (4904)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hafa eftirfarandi bréf, það fyrsta dagsett 26. mars 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að þar sem 1. varamaður Samtaka um kvennalista í Reykjaneskjördæmi getur ekki vegna sérstakra anna tekið sæti sitt á Alþingi, taki 2. varamaður Samtaka um kvennalista í Reykjaneskjördæmi, Ragnhildur Eggertsdóttir verslunarkona, Hafnarfirði, sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9. þm. Reykn.``


    Þá er hér einnig bréf frá 1. varamanni Samtaka um Kvennalista í Reykjaneskjördæmi sem er dagsett 26. mars 1992:
    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti á Alþingi á næstunni sem 1. varamaður Samtaka um kvennalista í Reykjaneskjördæmi.
    Virðingarfyllst, Kristín Sigurðardóttir.``

    Þar sem rannsaka þarf kjörbréf Ragnhildar Eggertsdóttur skv. 4. gr. þingskapa verður nú gert fimm mínútna fundarhlé meðan kjörbréfanefnd starfar. --- [Fundarhlé.]