Fiskistofa

117. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 17:42:00 (5094)

     Forseti (Björn Bjarnason) :
    Eins og hv. þm. sjá á hinni prentuðu dagskrá eru fjögur þingmál tilgreind undir þessum dagskrárlið. Þau eru öll efnislega skyld og eru flutt af sjútvrh. Með tilvísun til 3. mgr. 63. gr. þingskapa hefur ráðherra óskað eftir því að þessi fjögur þingmál sem tilgreind

eru undir stafliðunum a--d í dagskránni verði rædd í einu og hefur tjáð forseta að þessi ósk sé fram komin í samkomulagi við fulltrúa stjórnarandstöðunnar í sjútvn. Forseti fellst á þessa ósk og mun haga umræðunni eins og heimilað er í 3. mgr. 63. gr. þingskapa ef enginn þingmaður andmælir því.