Líffæraflutningar frá Íslandi til annarra landa

122. fundur
Fimmtudaginn 09. apríl 1992, kl. 13:44:00 (5381)



     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Spurt var hvort hugsanleg aðild Svía að Evrópubandalaginu muni hafa einhver áhrif á þennan samning. Það mál hefur ekkert verið skoðað. Engin slík vandkvæði hafa komið upp í viðræðum við hina sænsku aðila þannig að hvorki við né þeir hafa séð neina meinbugi af þessu tagi á þeim samningi sem fyrir liggur.
    Í öðru lagi hefur það verið skoðað um árangurinn og eftir því sem þeir aðilar sem um þetta fjalla af hálfu heilbrrn. og umræddra þriggja sjúkrahúsa segja þá er hann fyllilega samanburðarhæfur. Þannig að

þeir telja ekki nema síður væri að það sé verið að velja verri kost með samningi við sjúkrahúsið í Gautaborg heldur besta kostinn sem okkur Íslendingum bjóðist. Ekki voru allir þeirrar skoðunar þegar sú könnun hófst en allir virðast vera þeirrar skoðunar eftir að umrædd könnun hefur farið fram.