Rekstur dagvistarstofnana fyrir börn á vegum sjúkrahúsa

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 19:04:00 (5597)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Málið er nýtt að því leyti að verkaskiptingalögin tóku ekki gildi fyrr en 1. jan. 1990. Hvað varðar hitt atriðið þá er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að stjórnarþingmenn flytji mál inn á boð þingmanna í formi þskj. Alls ekki. Hinu var ég að vekja athygli á, sem mér finnst mjög athyglisvert, að báðir flm. eru í fjárln. Það er fjárln. sem skilar af sér tillögum í samræmi við önnur lög, svo sem lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Flm. lögðu til status quo. Ég geri þeim það ekki upp að vera ósamkvæmir sjálfum sér, þess vegna dreg ég þá ályktun að þeir hafi verið barðir niður hvor í sínum

flokki. Auðvitað eru þetta neyðarúrræði fyrir flm. að koma með málið inn á þingið með þessum hætti, það skil ég, en ég styð þá í þessari viðleitni sinni.