Lánasjóður íslenskra námsmanna

129. fundur
Miðvikudaginn 29. apríl 1992, kl. 22:30:19 (5688)


     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég gat ekki heyrt að hv. 2. þm. Austurl. færði fyrir því nokkur rök að hann væri ekki sæmilega ánægður með frv. eins og það er orðið núna. Í sjálfu sér ætlast ég ekki sérstaklega til þess að hann hefji umræður í andsvörum um það efnislega. En það hefur vakið athygli mína að andstaða stjórnarandstöðunnar við frv. hefur breyst verulega mikið eftir þá mikilvægu og góðu vinnu sem hefur farið fram í hv. menntmn. Það vekur athygli mína að ekki skuli fleiri stjórnarandstæðingar tala við þessa umræðu. Þess vegna dreg ég þá ályktun að þeir séu orðnir allsáttir við þá niðurstöðu sem hér hefur fengist.