Skipaútgerð ríkisins

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 15:02:02 (6063)


     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins leiðrétta misskilning. Ég hef ekki lýst því yfir að aðalstöðvar Skipaútgerðar ríkisins hafi verið úti á landi. Ég spurði einmitt hvernig gengi að útvega því fólki vinnu sem var í störfum hjá Skipaútgerðinni. Ég er upplýstur um að það hafi ekki gengið of vel og það kemur mér ekki á óvart. Landsbyggðarþátturinn í þessu máli er óöryggi í samgöngum og óvissa um það hver áhrif sú breyting hefur til frambúðar að fella niður þann stuðning sem hér um ræðir. Ég hélt það væri alveg ljóst.