Náttúrufræðistofnun Íslands

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 17:37:32 (6096)


     Hjörleifur Guttormsson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Þetta mál er búið að vera nokkra daga á dagskrá en kemur fyrst nú til 2. umr. Umhvn. þingsins hefur afgreitt það frá sér og einn nefndarmanna ritar undir nál. með fyrirvara og leggur jafnframt brtt. við frv. Hann flytur hana einn eins og fram kemur á þskj. Í rauninni er brtt. hans mjög einföld í sniðum. Ég vildi bara benda á það að hún er mjög einföld og ætti að vera auðvelt að átta sig á því hvað þar er á ferðinni. Jafnframt hefur komið fram að hv. þm. óski ekki eftir því að mæla fyrir þessari tillögu eða taka þátt í umræðu. Miðað við það finnst mér ekki brýn þörf á því að fresta umræðunni af þeim sökum vegna þess að málið liggur mjög einfalt fyrir samkvæmt brtt. Hún er fyrst og fremst um eitt efnisatriði og afleiddar breytingar vegna þess. Sem fulltrúi í umhvn. finnst mér því að málið liggi tiltölulega skýrt fyrir af hálfu nefndarinnar. Ég vildi bara geta um þetta.