Lánasjóður íslenskra námsmanna

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 12:17:00 (6144)


     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Hér er verið að gera tilraun til að nema burtu úr þessu frv. alversta ákvæðið. Þetta fyrirkomulag sem frv. gerir ráð fyrir leggur þungar og óþarfar byrðar á námsmenn að þurfa að framfleyta sér á víxlum allan námstímann. Það bætir ekki stöðu LÍN-nema í haust nema að því leyti að það verður til að hrekja fólk frá námi og fækka viðskiptamönnum sjóðsins. Það hlýtur að vera aðalmarkmiðið með þessari aðför. Þar fyrir utan eykur það þrýsting á bankakerfið sem verður að lána þeim sem á annað borð leggja í nám. Það hefur fram að þessu engu tauti verið komandi við stjórnarliða. Ég segi já.