Lánasjóður íslenskra námsmanna

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 12:23:00 (6146)


     Kristín Einarsdóttir :
    Virðulegur forseti. Hér er lagt til að fella út orðin ,,ásamt vöxtum`` og fella þar með burt það ákvæði frv. að vextir skuli vera á námslán, en með því að setja vexti á námslán er í raun verið að líta á þessi lán sem fjárfestingarlán einstaklinga en ekki fjárfestingu þjóðarinnar í menntun fólks. Í raun er verið að láta námsmenn greiða fyrir aðgang að menntun.
    Með því að fella a-lið 4. brtt. minni hlutans á þskj. 790 var verið að samþykkja að leggja vexti á allan námstímann. Nú er verið að greiða atkvæði um það að fella niður það ákvæði að greiða vexti eftir að námstíma lýkur. Ég segi því já við þessari brtt.