Lánasjóður íslenskra námsmanna

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 12:43:00 (6155)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegur forseti. Í þessari brtt. frá minni hluta menntmn. er mjög mikilvægt

ákvæði sem kveður á um það að endurgreiðslur af námsláni skuli fara fram á grundvelli reglna sem giltu á þeim tíma er námsmaður undirritaði einstök skuldabréf. Þetta þýðir með öðrum orðum, nái þessi brtt. fram að ganga, að vaxtahækkun, sem hugsanlega á eftir að eiga sér stað, er ekki hægt að gera afturkræfa. Undirriti námsmaður skuldabréf með 1% vöxtum og séu 1% vextir við lántöku, þá verður ekki hægt að breyta því í 3% vexti við námslok, eins og frv. gerir ráð fyrir núna. 1% vextir við lántöku þýða þá 1% vextir við námslok og því er þarna um mjög mikilvægt atriði að ræða. Ég segi að sjálfsögðu já.