Lánasjóður íslenskra námsmanna

146. fundur
Föstudaginn 15. maí 1992, kl. 15:25:00 (6666)


     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Framtíðin er þeirra þjóða sem bestu skólana eiga. Því ætti það að vera grundvallarskylda hverrar ríkisstjórnar sem hugsar til framtíðarinnar, ekki bara til fortíðarinnar, að standa vörð um skóla og námsfólk. ,,Velferð á varanlegum grunni``, var stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar.
    Þegar þetta frv. verður að lögum er endi bundinn á jafnrétti til náms. Því hlýtur spurningin að standa eftir: Velferð fyrir hverja? Velferð fyrir hverja var hæstv. ríkisstjórn að tala um? Ég segi nei.