Áhrif samnings um Evrópska efnahagssvæðið á innflutning búvara

148. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 17:23:43 (6838)

     Páll Pétursson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég átti hlut að því sem þingflokksformaður að samþykkja að hér færi fram umræða af styttri gerð um það efni sem hv. 2. þm. Suðurl. hóf máls á. Ég sé nú að sá tími hefur ekki nægt. Þó hefur það komið fram í þessari umræðu að ríkisstjórn Íslands veit takmarkað um þetta mál og ef það er tilfellið að Evrópubandalagið hafi sett þessar setningar inn í samninginn eða þær hafi verið settar að kröfu Evrópubandalagsins ætlar Evrópubandalagið sér að nota þær því að annars væri það ekki að krefjast þess að þær færu hér inn.