Kolbeinsey

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 18:30:41 (6927)

     Frsm. samgn. (Árni M. Mathiesen) :
    Hæstv. forseti. Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Umsagnir bárust frá Hafrannsóknastofnun, Landssambandi ísl. útvegsmanna, Orkustofnun, Rannsóknaráði ríkisins, raunvísindadeild Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands, Vita- og hafnamálaskrifstofunni og Vísindaráði.
    Nefndin telur að um mikilvægt málefni sé að ræða, sem brýnt er að sinna, og vonar að áætlun um styrkingu Kolbeinseyjar geti legið fyrir áður en langt um líður.
    Nefndin telur hins vegar ekki rétt að binda gerð áætlunarinnar við ákveðna tímafresti, mikilvægara sé að hún sé vel unnin. Nefndin leggur því til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi breytingu: Orðin ,,næsta sumar`` í fyrri mgr. tillgr. og orðin ,,og lögð fyrir þingið til staðfestingar fyrir árslok 1992`` í síðari mgr. tillgr. falli brott.
    Nefndir stendur öll að nál. og skrifa undir það Árni M. Mathiesen, Sigbjörn Gunnarsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Guðni Ágústsson, Sturla Böðvarsson, Árni Johnsen, Stefán Guðmundsson, Jóhann Ársælsson og Sigríður A. Þórðardóttir í fjarveru Pálma Jónssonar.