Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun

151. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 12:17:00 (7044)


     Einar K. Guðfinnsson :
    Virðulegi forseti. Það frv. sem hér er til afgreiðslu snertir afar viðkvæman þátt í samskiptum tveggja stéttarfélaga, annað er landssamtök, þ.e. Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, hitt er stéttarfélag sem heitir Vélstjórafélag Íslands. Það er sammerkt með þeim álitum sem fram hafa komið í þessu máli frá öðrum hagsmunaaðilum, þ.e. frá Landasambandi ísl. útvegsmanna, frá Sjómannasambandinu og Alþýðusambandi Vestfjarða, að þeir telja afar óskynsamlegt að skipa þessum málum með lögum áður en fullreynt er um samkomulag aðila í þessu máli. Ég er sammála því sjónarmiði og segi því nei.