Atvinnuleysistryggingar

151. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 16:59:08 (7081)

     Ólafur Ragnar Grímsson (frh.) :
    Virðulegi forseti. Ég gerði hlé á ræðu minni á sínum tíma vegna þess að ég ætlaði að beina ákveðinni spurningu til hæstv. fjmrh. Er hægt að gera ráðstafanir til þess að hann komi hingað? ( Forseti: Var það ekki hæstv. félmrh.?) Jú, það var bæði hæstv. félmrh. og hæstv. fjmrh., vegna þess að komið hafa fram í umræðunni upplýsingar sem gefa til kynna að það muni þrjóta það fé í ríkissjóði, sem samkvæmt gildandi fjárlögum á að standa við skuldbindingar um atvinnuleysistryggingar. Ég vil aðeins fá fram svör hjá hæstv. ráðherrum í þeim efnum en ætlaði ekkert að tala hér nema fáeinar mínútur, forseti. ( Forseti: Forseti gerir ráðstafanir til að ná í ráðherrana ef hv. ræðumaður gerir hlé á máli sínu og aðrir ræðumenn gætu komið og lokið máli sínu.)