Frestun á fundum Alþingis

155. fundur
Miðvikudaginn 20. maí 1992, kl. 03:42:47 (7197)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir till. til þál. um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 23. gr. stjórnarskrárinnar. Tillagan hljóðar svo:
    ,,Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 20. maí 1992 og standi sú frestun til 17. ágúst 1992 nema kveðja þurfi það saman samkvæmt síðari málsgrein 23. gr. stjórnarskrárinnar.``
    Tillaga þessi skýrir sig sjálf og þarf ekki frekari útskýringar við.